Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2017 00:08 Sean Spicer kom með athyglisvert útspil að mati Karls Garðarssonar Vísir/Getty/GVA Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira