Trump lætur til sín taka á fyrstu dögum í embætti Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 11:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið valdatíð sína. Vísir/Epa Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. Með tilskipuninni er stefnt að því að minnka efnahagslegar byrgðir að mati Trumps, sem Obamacare leggur á ríkið en Trump telur þær vera of miklar. Þetta kemur fram á fréttaveitu BBC.Einnig hefur vakið athygli að Trump og aðstoðarmenn hans hafa strax lagst í það að setja fram áætlanir sínar inn á vefsíðu Hvíta hússins, aðeins degi eftir hann tók við embætti. Í raun má segja að vefsíðan hafi algjörlega verið tekin í gegn og að áherslumál Trumps fái þar að blómstra. Þar er meðal annars er lögð áhersla á að endurskoða stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum en eins og frægt er orðið hefur Trump farið mikinn í yfirlýsingum sínum að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu blekkingin ein. Aðeins sex málefni er að finna inn á vefsíðunni og snúast þau að orkumálum, innflytjendamálum, vinnumarkaði, hernaðarmálum, stöðu lögreglunnar sem og viðskiptaháttum Bandaríkjanna. Það virðist sem hvergi sé minnst á lofstlagsmál né á mannréttindamál. Hugmyndir Trumps virðast byggja á popúlískum grunni og hvetja til einangrunarstefnu. Í vígsluræðu sinni sór Trump þess heit að setja Bandaríkin í fyrsta sætið en það hefur verið eitt af hans aðal áherslum. Síðan Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna hafa mótmæli verið skipulögð víða um heim og er þar verið að mótmæla framferði Trumps í málum innflytjenda og réttindum kvenna. Einnig var mikið um mótmæli í athöfninni sjálfri og voru um 200 manns handteknir. Talið er að um sex lögreglumenn hafi slasast í aðgerðunum. Á vefsíðu BBC má meðal annars sjá myndband af því þegar kveikt er í bílum og fólk er handtekið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare. Með tilskipuninni er stefnt að því að minnka efnahagslegar byrgðir að mati Trumps, sem Obamacare leggur á ríkið en Trump telur þær vera of miklar. Þetta kemur fram á fréttaveitu BBC.Einnig hefur vakið athygli að Trump og aðstoðarmenn hans hafa strax lagst í það að setja fram áætlanir sínar inn á vefsíðu Hvíta hússins, aðeins degi eftir hann tók við embætti. Í raun má segja að vefsíðan hafi algjörlega verið tekin í gegn og að áherslumál Trumps fái þar að blómstra. Þar er meðal annars er lögð áhersla á að endurskoða stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum en eins og frægt er orðið hefur Trump farið mikinn í yfirlýsingum sínum að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu blekkingin ein. Aðeins sex málefni er að finna inn á vefsíðunni og snúast þau að orkumálum, innflytjendamálum, vinnumarkaði, hernaðarmálum, stöðu lögreglunnar sem og viðskiptaháttum Bandaríkjanna. Það virðist sem hvergi sé minnst á lofstlagsmál né á mannréttindamál. Hugmyndir Trumps virðast byggja á popúlískum grunni og hvetja til einangrunarstefnu. Í vígsluræðu sinni sór Trump þess heit að setja Bandaríkin í fyrsta sætið en það hefur verið eitt af hans aðal áherslum. Síðan Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna hafa mótmæli verið skipulögð víða um heim og er þar verið að mótmæla framferði Trumps í málum innflytjenda og réttindum kvenna. Einnig var mikið um mótmæli í athöfninni sjálfri og voru um 200 manns handteknir. Talið er að um sex lögreglumenn hafi slasast í aðgerðunum. Á vefsíðu BBC má meðal annars sjá myndband af því þegar kveikt er í bílum og fólk er handtekið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30