Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:00 Donald Trump sór embættiseið rétt í þessu. Vísir/Getty Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið rétt í þessu. Trump er 45. maðurinn til að gegna embætti bandaríkjaforseta. Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Hlaut hann 304 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Eftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Varð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts. Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar.Kvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsinsHægt er að fylgjast með innsetningarathöfninni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið rétt í þessu. Trump er 45. maðurinn til að gegna embætti bandaríkjaforseta. Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Hlaut hann 304 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Eftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Varð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts. Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar.Kvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsinsHægt er að fylgjast með innsetningarathöfninni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira