Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 12:00 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, Jeff Sessions, frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þingmenn kusu að mestu eftir flokkslínum, en einn demókrati studdi Sessions og atkvæðagreiðslan fór 52 gegn 47. Sessions er mjög umdeildur maður í bandarískum stjórnmálum. Áður en hann varð þingmaður var hann dómsmálaráðherra Alabama og var hann lengi sakaður um rasisma. Hann sóttist einnig eftir sæti alríkisdómara árið 1986 en nefnd öldungadeildarþingmanna neitaði Sessions um sætið. Meðal annars vegna rasískra ummæla sem Sessions mun hafa sagt. Meðal þess sem hann hefur verið sakaður um er að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að svartir gætu kosið þegar hann var dómsmálaráðherra Alabama. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega fyrir gamlan brandara um Ku Klux Klan. Þar sagði hann að samtökin væru „allt í lagi“ þar til hann komst að því að þeir neyttu marijúana. Hann hefur meðal annars einnig verið sakaður um að kalla svartan saksóknara „dreng“ eða „boy“ og sagt honum að passa sig á því hvernig hann talaði við hvítt fólk. Sessions hefur ávallt neitað fyrir rasisma og segir ásakanir um að hann hafi stutt KKK vera alfarið rangar. Hann segir þá mynd sem hefur verið dregin upp af honum vera ranga. Meðal þeirra sem hafa fagnað staðfestingu Sessions er David Duke, þjóðernissinni og fyrrverandi leiðtogi KKK.Law & Order, welcome back...#GOODNEWS #AmericaFirst #MAGA pic.twitter.com/q5MozT0wMv— David Duke (@DrDavidDuke) February 9, 2017Sessions varð dómsmálaráðherra Alabama eftir að áðurnefnd þingnefnd neitaði að gera hann að dómara og árið 1996 var hann fyrst kjörinn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Árið 2013 leiddi hann átak þingmanna til að koma í veg fyrir endurbætur á innflytjendakerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt Guardian mynduðust sterk tengsl á milli Sessions og Breitbart á þeim tíma. Steve Bannon, sérstakur ráðgjafi Donald Trump, var þá ritstjóri Breitbart.Þá varð Sessions einn af allra fyrstu stuðningsmönnum Trump þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð hans í febrúar í fyrra. Náin tengsl Sessions og Trump hafa verið áhyggjuefni meðal þingmanna demókrata þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að Sessions yrði ekki nægjanlega sjálfstæður dómsmálaráðherra. Staðfesting Sessions gekk ekki greiðlega fyrir sig vegna mikilla mótmæla þingmanna Demókrataflokksins. Meðal annars var Elizabeth Warren meinað að tjá sig eftir að hún byrjaði að lesa bréf Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. Bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Eftir það stigu aðrir þingmenn demókrata í pontu og lásu sama bréf upp.Sessions hefur varið umtalsverðum hluta af ferli sínum í að berjast gegn því að innflytjendur, jafnt löglegir sem ólöglegir, komi til Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hefur hann sagt að draga eigi verulega úr fjölda löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna til að vernda störf. Hann hefur lýst yfir stuðningi við byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Árið 2015 skrifaði hann handbók fyrir þingmenn Repúblikana varðandi innflytjendur þar sem hann segir innflytjendur valda lægri launum þar í landi, hærra atvinnuleysi og hærri skattbyrði. Sessions, eins og svo margir aðrir repúblikanar, er mótfallinn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og er andsnúinn auknum réttindum LGBT-fólks yfir höfuð. Á árunum 2000 og 2009 kaus hann gegn frumvörpum sem hefðu fellt ofbeldi sem byggir á kynhneigð undir hatursglæpalög. Þá lýsti hann yfir mikilli andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Árið 1996 barðist hann harðlega gegn því að samtök LGBT-fólks héldi ráðstefnu í háskóla í Alabama. Meðal annars hótaði hann að lögsækja forsvarsmenn skólans á grundvelli laga frá 1992. Þau lög bönnuðu opinberum skólum að fjármagna samtök eða hópa sem stuðla að hátterni sem lög um „saurlífi og óviðeigandi kynferðislegu hátterni“ banna. Á þriðjudaginn hét hann því þó að fylgja lögum varðandi réttindi LGBT-fólks. Hér að neðan má sjá ræðu Sessions frá því í gær, eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, Jeff Sessions, frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þingmenn kusu að mestu eftir flokkslínum, en einn demókrati studdi Sessions og atkvæðagreiðslan fór 52 gegn 47. Sessions er mjög umdeildur maður í bandarískum stjórnmálum. Áður en hann varð þingmaður var hann dómsmálaráðherra Alabama og var hann lengi sakaður um rasisma. Hann sóttist einnig eftir sæti alríkisdómara árið 1986 en nefnd öldungadeildarþingmanna neitaði Sessions um sætið. Meðal annars vegna rasískra ummæla sem Sessions mun hafa sagt. Meðal þess sem hann hefur verið sakaður um er að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að svartir gætu kosið þegar hann var dómsmálaráðherra Alabama. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega fyrir gamlan brandara um Ku Klux Klan. Þar sagði hann að samtökin væru „allt í lagi“ þar til hann komst að því að þeir neyttu marijúana. Hann hefur meðal annars einnig verið sakaður um að kalla svartan saksóknara „dreng“ eða „boy“ og sagt honum að passa sig á því hvernig hann talaði við hvítt fólk. Sessions hefur ávallt neitað fyrir rasisma og segir ásakanir um að hann hafi stutt KKK vera alfarið rangar. Hann segir þá mynd sem hefur verið dregin upp af honum vera ranga. Meðal þeirra sem hafa fagnað staðfestingu Sessions er David Duke, þjóðernissinni og fyrrverandi leiðtogi KKK.Law & Order, welcome back...#GOODNEWS #AmericaFirst #MAGA pic.twitter.com/q5MozT0wMv— David Duke (@DrDavidDuke) February 9, 2017Sessions varð dómsmálaráðherra Alabama eftir að áðurnefnd þingnefnd neitaði að gera hann að dómara og árið 1996 var hann fyrst kjörinn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Árið 2013 leiddi hann átak þingmanna til að koma í veg fyrir endurbætur á innflytjendakerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt Guardian mynduðust sterk tengsl á milli Sessions og Breitbart á þeim tíma. Steve Bannon, sérstakur ráðgjafi Donald Trump, var þá ritstjóri Breitbart.Þá varð Sessions einn af allra fyrstu stuðningsmönnum Trump þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð hans í febrúar í fyrra. Náin tengsl Sessions og Trump hafa verið áhyggjuefni meðal þingmanna demókrata þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að Sessions yrði ekki nægjanlega sjálfstæður dómsmálaráðherra. Staðfesting Sessions gekk ekki greiðlega fyrir sig vegna mikilla mótmæla þingmanna Demókrataflokksins. Meðal annars var Elizabeth Warren meinað að tjá sig eftir að hún byrjaði að lesa bréf Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. Bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Eftir það stigu aðrir þingmenn demókrata í pontu og lásu sama bréf upp.Sessions hefur varið umtalsverðum hluta af ferli sínum í að berjast gegn því að innflytjendur, jafnt löglegir sem ólöglegir, komi til Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hefur hann sagt að draga eigi verulega úr fjölda löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna til að vernda störf. Hann hefur lýst yfir stuðningi við byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Árið 2015 skrifaði hann handbók fyrir þingmenn Repúblikana varðandi innflytjendur þar sem hann segir innflytjendur valda lægri launum þar í landi, hærra atvinnuleysi og hærri skattbyrði. Sessions, eins og svo margir aðrir repúblikanar, er mótfallinn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og er andsnúinn auknum réttindum LGBT-fólks yfir höfuð. Á árunum 2000 og 2009 kaus hann gegn frumvörpum sem hefðu fellt ofbeldi sem byggir á kynhneigð undir hatursglæpalög. Þá lýsti hann yfir mikilli andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Árið 1996 barðist hann harðlega gegn því að samtök LGBT-fólks héldi ráðstefnu í háskóla í Alabama. Meðal annars hótaði hann að lögsækja forsvarsmenn skólans á grundvelli laga frá 1992. Þau lög bönnuðu opinberum skólum að fjármagna samtök eða hópa sem stuðla að hátterni sem lög um „saurlífi og óviðeigandi kynferðislegu hátterni“ banna. Á þriðjudaginn hét hann því þó að fylgja lögum varðandi réttindi LGBT-fólks. Hér að neðan má sjá ræðu Sessions frá því í gær, eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira