Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2017 22:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47
Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23