O'Reilly segist vera að vinna að afsökunarbeiðni og að hún verði mögulega tilbúin árið 2023.
Peskov svaraði ummælum O'Reilly í morgun og sagði þau til marks um að þeir hefðu mismunandi skilning á því hvað almenn kurteisi væri. Þó grínaðist hann með að stjórnvöld Rússlands væru tilbúin til að bíða til ársins 2023.
Putin varð forseti Rússlands um áramótin 1999 og 2000 og hefur stjórnað pólitísku landslagi Rússlands síðan. Árið 2008 varð Dmitry Medevedev forseti og Putin varð forsætisráðherra í eitt kjörtímabil, til þess að komast fram hjá reglu um að forseti mætti ekki sitja lengur en tvö fjögurra ára kjörtímabil.
Árið 2008 var reglunum þó breytt og kjörtímabilin lengd í sex ár.
Hann hefur margsinnis verið sakaður um að koma pólitískum andstæðingum sínum og gagnrýnendum fyrir kattarnef. Putin neitar því þó og segir ásakanirnar vera drifnar af pólitík.