Mike Pence ver svívirðingar Trump í garð dómarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 21:22 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“ Donald Trump Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“
Donald Trump Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent