Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku.
Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.
Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum
Ákvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin.
Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“
Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans.
Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“
The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017
When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017