Bandaríkjamenn beita Írana þvingunum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Stjórn Trumps beitir Írana viðskiptaþvingunum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57
Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04