Barkley ekkert fúll út í LeBron: Vann greinilega heimavinnuna sína og "gúglaði“ mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 22:45 Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að undanförnu og James kallaði eftir því að stjórn félagsins myndi styrkja liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni. Charles Barkley sá ummæli frekar sem orð dekurdrengs sem væri búinn að fá allt sem hann vildi og vildi nú enn meira. „Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar," sagði Charles Barkley. Barkley hefur alltaf gagnrýnt James meira en flestir aðrir og orð hans á dögunum virtist fylla mælinn hjá LeBron. „Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys. Barkley sjálfur er sallarólegur yfir öllu saman og ber engan kala til LeBron James. ESPN segir frá. „Ég stend við það sem ég sagði en ætla samt ekki að gera þetta persónulegt. Hann var vælandi í síðustu viku,“ sagði Charles Barkley í úrvarpsþættinum Waddle & Silvy show á ESPN Radio. „Það er allt í góðu hjá mér. Ég kem mér beint að efnunum og fer aldrei í felur með mína skoðun. Ég mun aldrei persónugera gagnrýni mína á leikmann í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. „Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina,“ sagði LeBron James um Barkley en hvað fannst Sir Charles um þessi orð Lebron: Barkley sagðist hafa farið að hlæja þegar hann heyrði James telja upp hans gömlu syndir. „Hann hefur greinilega unnið heimavinnu sína, farið á netið, „gúglað“ mig og fundið eitthvað. Ég átti alveg skilið að vera gagnrýndur fyrir þessa hluti. Þó að eitthvað af þessu sem hann sagði um mig sé hárrétt þá á gagnrýni mín á hann alveg jafnvel við,“ sagði Barkley. NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Charles Barkley og LeBron James hafa staðið í stríði í bandarískum fjölmiðlum í vikunni eftir að James var nóg boðið þegar Barkley kallaði hann vælukjóa sem væri búinn að fá allt upp í hendurnar. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers að undanförnu og James kallaði eftir því að stjórn félagsins myndi styrkja liðið fyrir átökin í úrslitakeppninni. Charles Barkley sá ummæli frekar sem orð dekurdrengs sem væri búinn að fá allt sem hann vildi og vildi nú enn meira. „Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar," sagði Charles Barkley. Barkley hefur alltaf gagnrýnt James meira en flestir aðrir og orð hans á dögunum virtist fylla mælinn hjá LeBron. „Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys. Barkley sjálfur er sallarólegur yfir öllu saman og ber engan kala til LeBron James. ESPN segir frá. „Ég stend við það sem ég sagði en ætla samt ekki að gera þetta persónulegt. Hann var vælandi í síðustu viku,“ sagði Charles Barkley í úrvarpsþættinum Waddle & Silvy show á ESPN Radio. „Það er allt í góðu hjá mér. Ég kem mér beint að efnunum og fer aldrei í felur með mína skoðun. Ég mun aldrei persónugera gagnrýni mína á leikmann í NBA-deildinni,“ sagði Barkley. „Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina,“ sagði LeBron James um Barkley en hvað fannst Sir Charles um þessi orð Lebron: Barkley sagðist hafa farið að hlæja þegar hann heyrði James telja upp hans gömlu syndir. „Hann hefur greinilega unnið heimavinnu sína, farið á netið, „gúglað“ mig og fundið eitthvað. Ég átti alveg skilið að vera gagnrýndur fyrir þessa hluti. Þó að eitthvað af þessu sem hann sagði um mig sé hárrétt þá á gagnrýni mín á hann alveg jafnvel við,“ sagði Barkley.
NBA Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti