Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2017 09:00 Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira