John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 17:29 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira