„Þetta er bara alveg stórkostlegt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 12:49 Gleði og þakklæti efst í huga, segir sjávarútvegsráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56