Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 07:47 Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum.. Vilhjálmur er annar frá vinstri. Vísir/Stefán Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54