Segir lekana vera hinn raunverulega skandal Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 17:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir „hinn raunverulega skandal“ vera hve mikið af upplýsingum lekur til fjölmiðla í Washington DC. Ekki samskipti og möguleg tengsl starfsmanna Trump við yfirvöld í Rússlandi. Í fjölda tísta í dag sagði forsetinn að tilgangurinn með fréttaflutningi um afsögn Michael Flynn og rannsókn á tengslum hans og yfirvalda í Rússlandi, vera að hylma yfir „hin fjölmörgu mistök“ sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni í fyrra. Trump sagði leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna vera að færa New York Times og Washington Post upplýsingar á ólöglegan hátt. Þá spurði hann hvort að það væru starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og CIA sem stæðu fyrir lekunum. „Raunverulegi skandallinn hér er að leyniþjónusturnar eru að dreifa leynilegum upplýsingum eins og nammi. Mjög ó-Amerískt!“ sagði Trump meðal annars. Hann byrjaði tístin í dag þó á því að segja að „falsfrétta-miðlarnir“ væru að ganga af göflunum með samsæriskenningar og blindu hatri. Ómögulegt væri að horfa á MSNBC og CNN, en Fox and Friends væri þó frábært.The fake news media is going crazy with their conspiracy theories and blind hatred. @MSNBC & @CNN are unwatchable. @foxandfriends is great!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 This Russian connection non-sense is merely an attempt to cover-up the many mistakes made in Hillary Clinton's losing campaign.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 Information is being illegally given to the failing @nytimes & @washingtonpost by the intelligence community (NSA and FBI?).Just like Russia— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 Thank you to Eli Lake of The Bloomberg View - "The NSA & FBI...should not interfere in our politics...and is" Very serious situation for USA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 Crimea was TAKEN by Russia during the Obama Administration. Was Obama too soft on Russia?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 The real scandal here is that classified information is illegally given out by "intelligence" like candy. Very un-American!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 New York Times segir upptökur símtala og önnur gögn sína að starfsmenn forsetaframboðs Trump og aðrir samstarfsmenn hans hafi verið í ítrekuðum samskiptum við starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra. Það hafa þeir eftir fjórum heimildarmönnum sem starfa eða störfuðu innan leyniþjónustugeirans í Bandaríkjunum. Heimildarmenn NYT segjast þó ekki hafa séð vísbendingar um beint samráð Trump-liða við Rússa um tölvuárásir og aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur þessi símtöl og aðrar upplýsingar til skoðunar vegna rannsóknar á tengslum Trump-liða og Rússa. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir „hinn raunverulega skandal“ vera hve mikið af upplýsingum lekur til fjölmiðla í Washington DC. Ekki samskipti og möguleg tengsl starfsmanna Trump við yfirvöld í Rússlandi. Í fjölda tísta í dag sagði forsetinn að tilgangurinn með fréttaflutningi um afsögn Michael Flynn og rannsókn á tengslum hans og yfirvalda í Rússlandi, vera að hylma yfir „hin fjölmörgu mistök“ sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni í fyrra. Trump sagði leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna vera að færa New York Times og Washington Post upplýsingar á ólöglegan hátt. Þá spurði hann hvort að það væru starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og CIA sem stæðu fyrir lekunum. „Raunverulegi skandallinn hér er að leyniþjónusturnar eru að dreifa leynilegum upplýsingum eins og nammi. Mjög ó-Amerískt!“ sagði Trump meðal annars. Hann byrjaði tístin í dag þó á því að segja að „falsfrétta-miðlarnir“ væru að ganga af göflunum með samsæriskenningar og blindu hatri. Ómögulegt væri að horfa á MSNBC og CNN, en Fox and Friends væri þó frábært.The fake news media is going crazy with their conspiracy theories and blind hatred. @MSNBC & @CNN are unwatchable. @foxandfriends is great!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 This Russian connection non-sense is merely an attempt to cover-up the many mistakes made in Hillary Clinton's losing campaign.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 Information is being illegally given to the failing @nytimes & @washingtonpost by the intelligence community (NSA and FBI?).Just like Russia— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 Thank you to Eli Lake of The Bloomberg View - "The NSA & FBI...should not interfere in our politics...and is" Very serious situation for USA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 Crimea was TAKEN by Russia during the Obama Administration. Was Obama too soft on Russia?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 The real scandal here is that classified information is illegally given out by "intelligence" like candy. Very un-American!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 15, 2017 New York Times segir upptökur símtala og önnur gögn sína að starfsmenn forsetaframboðs Trump og aðrir samstarfsmenn hans hafi verið í ítrekuðum samskiptum við starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra. Það hafa þeir eftir fjórum heimildarmönnum sem starfa eða störfuðu innan leyniþjónustugeirans í Bandaríkjunum. Heimildarmenn NYT segjast þó ekki hafa séð vísbendingar um beint samráð Trump-liða við Rússa um tölvuárásir og aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur þessi símtöl og aðrar upplýsingar til skoðunar vegna rannsóknar á tengslum Trump-liða og Rússa.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira