120 manns sóttu um stöðu markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en starfið færist til Osló Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 11:31 Margir bíða eflaust spenntir eftir því að H&M opni á Íslandi. vísir/getty Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði. Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði.
Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58
H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29