Í frétt CBS kemur fram að í hópnum séu meðal annars eftirlifandi eiginkona hæstaréttardómarans Antonin Scalia sem lést á síðasta ári.
Fastlega er búist við að Trump muni ræða innflytjendamál, menntamál og dómsmál í ræðu sinni sem beðið er með talsverðri eftirvæntingu. Sumir hafa spáð því að hann muni slá nýjan tón eftir stormasamar fyrstu vikur í embætti.
Þetta eru þeir sex gestir sem Trump hefur boðið með sér og muni sitja með forsetafrúnni Melaniu Trump á fremsta bekk.
- Maureen McCarthy Scalia, ekkja hæstaréttardómarans Antonin Scalia. Bandaríkjaþing á enn eftir að staðfesta Neil Gorsuch sem Trump hefur tilnefnt sem arftaka Scalia.
- Megan Crowley, tvítug kona sem greindist ung með Pompe-sjúkdóminn. Faðir hennar stofnaði fyrirtækið Novazyme Pharmaceuticals til að finna lækningu við sjúkdómnum.
- Jessica Davis og Susan Oliver, ekkjur lögreglumannanna Michael Davis og Danny Oliver sem voru myrtir af óskráðum innflytjendum í Kaliforníu 2014.
- Denisha Merriweather, nemandi sem hlaut styrk til að stunda nám í einkaskóla í Flórida. Menntamálaráðherrann Betsy DeVos kveðst vilja fjölga möguleikum þegar kemur að því að velja skóla í Bandaríkjunum.
- Jamiel Shaw Sr., faðir ungs manns sem skotinn var til bana af óskráðum innflytjenda árið 2008.