Bernie Sanders skýtur fast á Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 19:15 Bernie Sanders. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem var mótframbjóðandi Hillary Clinton um forsetaframboð Demókrataflokksins gegn Donald Trump skaut föstu skoti að forsetanum á Twitter í dag. Sanders hefur verið mjög gagnrýninn á Trump frá því hann tók við embætti í janúar.Trump tísti í dag þar sem hann sagði að virtist kalla eftir samstöðufundi kjósenda sinna. „Kannski ættu þær milljónir manna sem kusu að GERA BANDARÍKIN STÓRKOSTLEG AÐ NÝJU að halda þeirra eigin samstöðufund. Hann yrði stærri en allir aðrir!“ sagði Trump á Twitter.Maybe the millions of people who voted to MAKE AMERICA GREAT AGAIN should have their own rally. It would be the biggest of them all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Öldungadeildarþingmaðurinn svaraði forsetanum í eigin tísti. Með því birti hann tvær myndir af innsetningarathöfn Trump frá því í síðasta mánuði og einungis fjögur orð. „Þau gerðu það. Hann var það ekki.“.@realDonaldTrump They did. It wasn't. pic.twitter.com/xqt29RJPEr— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2017 Tísti Bernie Sanders hefur notið töluvert meiri vinsælda en tíst forsetans. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 87 þúsund manns líkað við tíst Trump og tæplega tuttugu þúsund endurtíst því. Hins vegar hafa rúmlega 176 þúsund manns líkað við tíst Sanders og rúmlega 71 endurtíst því. Donald Trump hefur virst viðkvæmur fyrir því að fleiri hafi mætt á innsetningarathafnir Barack Obama, heldur en mættu á athöfn hans. Eftir að samanburðarmyndir sýndu fram á stærðarmun athafnanna sendi Trump upplýsingafulltrúa sinn Sean Spicer á fund blaðamanna þar sem hann sagði að aldrei hefðu fleiri mætt á innsetningarathöfn en nú. „Punktur.“Trump hefur sjálfur margsinnis gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fara ekki með rétt mál um hve margir fylgdust með athöfninni. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr ræðu sem Trump hélt í höfuðstöðvum CIA, degi eftir insetningaathöfnina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira