Handabandið sem engin man Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Trump á fundinum á Mayflowerhótelinu. nordicphotos/AFP Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í móttökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendiherrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabaráttunni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeildinni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í móttökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendiherrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabaráttunni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeildinni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent