Feigðarflan og frjáls vilji Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun