Spennustigið verður örugglega hátt á Sunnubrautinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 17:00 Frá bikarúrslitaleik liðanna á dögunum. Vísir/Andri Marinó Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld Dominos-deild kvenna Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira