Grindavíkurstelpan má loksins spila með sínu liði | 55 daga bið á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 16:00 Petrúnella Skúladóttir og félagar hafa verið án bandarísks leikmanns í tvo mánuði en það breytist í kvöld. Vísir/Stefán Angela Marie Rodriguez, nýr bandarískur leikmaður Grindavíkur, spilar sinn fyrsta leik í kvöld þegar liðið tekur á móti Njarðvík í Mustad höllinni í Grindavík. Það hefur reynt á þolinmæðina að bíða eftir leikheimild fyrir stelpuna en hún átti að leysa af Ashley Grimes sem tilkynnti óvænt milli jóla og nýárs að hún myndi ekki koma aftur til Íslands eftir jólafríið. Körfuknattleiksdeild Grindavík þurfti því að hafa hraðar hendur við að finna nýjan bandarískan leikmann. Það gekk vel að finna leikmanninn en þeim mun verr að fá leikheimild. Grindvík tilkynnti að Angela Marie Rodriguez tæki við hlutverki Ashley Grimes 12. janúar síðastliðinn. „Ekki er búið að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir Angelu og því litlar líkur á að hún nái bikarleiknum gegn Keflavík um helgina,“ sagði í frétt um nýjan leikmann á heimasíðu Grindavíkur 12. janúar. Angela Marie Rodriguez fékk ekki leikheimild fyrr en 54 dögum síðar. Hún missti því ekki aðeins af umræddum bikarleik á móti Keflavík 14. janúar heldur níu deildarleikjum til viðbótar. Grindavík tapaði öllum þessum tíu leikjum og er nú eitt á botninum með núll stig út úr síðustu þrettán leikjum sínum. Angela sem getur bæði leyst stöðu skotbakvarðar og liðstjórnanda lék háskólabolta í Bandaríkjunum með Milwaukee Panthers en hún var fyrirliði liðsins síðasta tímabilið sitt, 2013-2014, þar sem hún var með 17,1 stig, 5,6 stoðsendingar og 3,3 fráköst að meðaltali í leik. Greinilega hörkuleikmaður sem hefur síðan atvinnumannareynslu frá Póllandi, Þýskalandi og Rúmeníu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Angela Marie Rodriguez, nýr bandarískur leikmaður Grindavíkur, spilar sinn fyrsta leik í kvöld þegar liðið tekur á móti Njarðvík í Mustad höllinni í Grindavík. Það hefur reynt á þolinmæðina að bíða eftir leikheimild fyrir stelpuna en hún átti að leysa af Ashley Grimes sem tilkynnti óvænt milli jóla og nýárs að hún myndi ekki koma aftur til Íslands eftir jólafríið. Körfuknattleiksdeild Grindavík þurfti því að hafa hraðar hendur við að finna nýjan bandarískan leikmann. Það gekk vel að finna leikmanninn en þeim mun verr að fá leikheimild. Grindvík tilkynnti að Angela Marie Rodriguez tæki við hlutverki Ashley Grimes 12. janúar síðastliðinn. „Ekki er búið að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir Angelu og því litlar líkur á að hún nái bikarleiknum gegn Keflavík um helgina,“ sagði í frétt um nýjan leikmann á heimasíðu Grindavíkur 12. janúar. Angela Marie Rodriguez fékk ekki leikheimild fyrr en 54 dögum síðar. Hún missti því ekki aðeins af umræddum bikarleik á móti Keflavík 14. janúar heldur níu deildarleikjum til viðbótar. Grindavík tapaði öllum þessum tíu leikjum og er nú eitt á botninum með núll stig út úr síðustu þrettán leikjum sínum. Angela sem getur bæði leyst stöðu skotbakvarðar og liðstjórnanda lék háskólabolta í Bandaríkjunum með Milwaukee Panthers en hún var fyrirliði liðsins síðasta tímabilið sitt, 2013-2014, þar sem hún var með 17,1 stig, 5,6 stoðsendingar og 3,3 fráköst að meðaltali í leik. Greinilega hörkuleikmaður sem hefur síðan atvinnumannareynslu frá Póllandi, Þýskalandi og Rúmeníu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira