Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 07:45 Enn eitt hneykslismálið skekur nú Washington en nú er komið í ljós að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, hitti rússneska sendiherrann í Washington, Sergey Kislyak, að minnsta kosti tvisvar á síðasta ári þegar kosningabarátta Trumps stóð yfir. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að á þeim tíma þegar fundirnir fóru fram hafi tilraunir Rússlands til að hafa áhrif á kosningarnar staðið sem hæst.Sessions, sem á þeim tíma var öldungadeildarþingmaður, greindi ekki frá þessu þegar hann var yfirheyrður af þingmönnum áður en hann tók við embætti ráðherra. Það sem meira er, þá var hann spurður nákvæmlega þeirrar spurningar þegar hann mætti fyrir þingnefndina sem að lokum samþykkti hann sem ráðherra. Þá sagðist Sessions „ekki hafa átt í samskiptum við Rússland“.Washington Post greinir frá fundum Sessions og sendiherrans en sjálfur segir ráðherrann nú að þeir hafi aldrei talað um kosningabaráttuna eða Trump. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata á þingi hefur þegar sakað ráðherrann um að ljúga undir eiðstaf og krefst þess að hann segi af sér. Fyrst eftir frétt Washington Post sendi Sessions frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist „aldrei hafa hitt rússneska embættismenn til að ræða kosningabaráttuna.“ Þessar fregnir væru rangar. Því hefur þó ekki verið haldið fram að þeir hafi rætt kosningabaráttuna, einungis að þeir hafi fundað tvisvar sinnum.Sjá einnig: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra. Talskona Sessions segir hann hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra, vegna stöðu sinnar í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hvíta húsið slær á svipaða strengi og segir ekkert varhugavert við fundi Sessions og Kislyak í fyrra og að um „nýjustu árás demókrata“ væri að ræða. Sem dómsmálaráðherra, er Sessions yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna og dómsmálaráðuneytinu, sem hafa verið að rannsaka meint tengsl framboðs Donald Trump við yfirvöld í Rússlandi. Sessions hefur þvertekið fyrir að víkja tímabundið til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Demókratar segja að þessar nýjustu vendingar séu enn ein sönnun þess að stofna þurfi óháða rannsóknarnefnd til þess að komast til botns í meintum afskiptum Rússa að forsetakosningunum og aðkomu framboðs Trump. Minnst tveir repúblikanar hafa tekið undir það.Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, þurfti að segja af sér í síðasta mánuði vegna samskipta sinna við Sergey Kislyak, sendiherran rússneska. Flynn og Kislyak höfðu fundað um viðskiptaþvinganir Obama gegn Rússum, sem settar voru á vegna afskipta Rússa af kosningunum. Í ljós kom að Flynn afvegaleiddi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um fund sinn og Kislyak og sagði rangt frá fundi þeirra. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Enn eitt hneykslismálið skekur nú Washington en nú er komið í ljós að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, hitti rússneska sendiherrann í Washington, Sergey Kislyak, að minnsta kosti tvisvar á síðasta ári þegar kosningabarátta Trumps stóð yfir. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að á þeim tíma þegar fundirnir fóru fram hafi tilraunir Rússlands til að hafa áhrif á kosningarnar staðið sem hæst.Sessions, sem á þeim tíma var öldungadeildarþingmaður, greindi ekki frá þessu þegar hann var yfirheyrður af þingmönnum áður en hann tók við embætti ráðherra. Það sem meira er, þá var hann spurður nákvæmlega þeirrar spurningar þegar hann mætti fyrir þingnefndina sem að lokum samþykkti hann sem ráðherra. Þá sagðist Sessions „ekki hafa átt í samskiptum við Rússland“.Washington Post greinir frá fundum Sessions og sendiherrans en sjálfur segir ráðherrann nú að þeir hafi aldrei talað um kosningabaráttuna eða Trump. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata á þingi hefur þegar sakað ráðherrann um að ljúga undir eiðstaf og krefst þess að hann segi af sér. Fyrst eftir frétt Washington Post sendi Sessions frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist „aldrei hafa hitt rússneska embættismenn til að ræða kosningabaráttuna.“ Þessar fregnir væru rangar. Því hefur þó ekki verið haldið fram að þeir hafi rætt kosningabaráttuna, einungis að þeir hafi fundað tvisvar sinnum.Sjá einnig: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra. Talskona Sessions segir hann hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra, vegna stöðu sinnar í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hvíta húsið slær á svipaða strengi og segir ekkert varhugavert við fundi Sessions og Kislyak í fyrra og að um „nýjustu árás demókrata“ væri að ræða. Sem dómsmálaráðherra, er Sessions yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna og dómsmálaráðuneytinu, sem hafa verið að rannsaka meint tengsl framboðs Donald Trump við yfirvöld í Rússlandi. Sessions hefur þvertekið fyrir að víkja tímabundið til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Demókratar segja að þessar nýjustu vendingar séu enn ein sönnun þess að stofna þurfi óháða rannsóknarnefnd til þess að komast til botns í meintum afskiptum Rússa að forsetakosningunum og aðkomu framboðs Trump. Minnst tveir repúblikanar hafa tekið undir það.Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, þurfti að segja af sér í síðasta mánuði vegna samskipta sinna við Sergey Kislyak, sendiherran rússneska. Flynn og Kislyak höfðu fundað um viðskiptaþvinganir Obama gegn Rússum, sem settar voru á vegna afskipta Rússa af kosningunum. Í ljós kom að Flynn afvegaleiddi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um fund sinn og Kislyak og sagði rangt frá fundi þeirra. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira