Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:30 Sir Charles Barkley var frábær leikmaður á sínum tíma og nú vill hann leik við LaVar Ball. Vísir/Samsett/Getty NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik. Körfubolti NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira