Meirihluti skattgreiðslna Trump kom til vegna skatts sem hann vill afnema Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár. Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17