Stofna félagið Wintris: „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:00 Félagið Wintris ehf. er skrásett í Reykjavík. Vísir/Valli Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið. Panama-skjölin Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið.
Panama-skjölin Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira