Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Engin leið er að sjá hvaða áhrif haftalosunin hefur á þróun á gjaldeyrismarkaði. vísir/gva Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00