Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2017 12:30 Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira