Aung San Suu Kyi vísar ásökunum um þjóðernishreinsanir á bug Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 23:54 Aung San Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels. Mynd:AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30
Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47
Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00