Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla, en Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu og á mbl.is í morgun. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Auk þess hefur Eyþór keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. Og 2,05% hlut Vísis hf. Alls á Eyþór því 26,62% hlut í Þórsmörk ehf. Í tilkynningu segir Eyþór að framtíð fjölmiðlunar felist í samspili hefðbundinna mðila og nýmiðlunar. „Fjölmiðlar og mikilvægi öflugrar sjálfstæðrar fjölmiðlunar hafa lengi verið mér sérstakt hugðarefni. Mér er það því fagnaðarefni að koma með þessum hætti að Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eins elsta dagblaðs landsins sem gefið hefur verið óslitið út síðan 1913, og fleiri miðla. Ég tel framtíðina felast í samspili hefðbundinna miðla á borð við dagblöð og svo nýmiðlunar, svo sem á netinu. Í hafsjó mis-áreiðanlegra fregna sem beinast að fólki úr öllum áttum verður gildi traustra og ábyggilegra fjölmiðla skýrara og starfsemi þeirra mikilvægari upplýstri umræðu í lýðræðissamfélagi. Með sína fjölbreyttu útgáfustarfsemi er Árvakur í kjörstöðu til að nýta styrk hvers og eins miðils, bæði til afþreyingar og miðlunar ábyggilegra frétta og ítarlegra umfjallana. Árvakur er útgáfufélag með langa sögu og á framtíðina fyrir sér,“ er haft eftir Eyþóri. Þá segist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs hf., vilja þakka þeim hluthöfum sem hverfi frá félaginu fyrir stuðninginn við starfsemi þess. „Um leið fagna ég því að fá inn nýjan og kraftmikinn aðila að félaginu, sem hefur mikinn áhuga á að starfa með okkur að þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir hjá Árvakri og er framundan á næstu misserum,“ segir Sigurbjörn. Fjölmiðlar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla, en Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu og á mbl.is í morgun. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Auk þess hefur Eyþór keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. Og 2,05% hlut Vísis hf. Alls á Eyþór því 26,62% hlut í Þórsmörk ehf. Í tilkynningu segir Eyþór að framtíð fjölmiðlunar felist í samspili hefðbundinna mðila og nýmiðlunar. „Fjölmiðlar og mikilvægi öflugrar sjálfstæðrar fjölmiðlunar hafa lengi verið mér sérstakt hugðarefni. Mér er það því fagnaðarefni að koma með þessum hætti að Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eins elsta dagblaðs landsins sem gefið hefur verið óslitið út síðan 1913, og fleiri miðla. Ég tel framtíðina felast í samspili hefðbundinna miðla á borð við dagblöð og svo nýmiðlunar, svo sem á netinu. Í hafsjó mis-áreiðanlegra fregna sem beinast að fólki úr öllum áttum verður gildi traustra og ábyggilegra fjölmiðla skýrara og starfsemi þeirra mikilvægari upplýstri umræðu í lýðræðissamfélagi. Með sína fjölbreyttu útgáfustarfsemi er Árvakur í kjörstöðu til að nýta styrk hvers og eins miðils, bæði til afþreyingar og miðlunar ábyggilegra frétta og ítarlegra umfjallana. Árvakur er útgáfufélag með langa sögu og á framtíðina fyrir sér,“ er haft eftir Eyþóri. Þá segist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs hf., vilja þakka þeim hluthöfum sem hverfi frá félaginu fyrir stuðninginn við starfsemi þess. „Um leið fagna ég því að fá inn nýjan og kraftmikinn aðila að félaginu, sem hefur mikinn áhuga á að starfa með okkur að þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir hjá Árvakri og er framundan á næstu misserum,“ segir Sigurbjörn.
Fjölmiðlar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira