Sigurður A. Magnússon er látinn Anton Egilsson skrifar 3. apríl 2017 18:52 Sigurður A. Magnússon Vísir Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira