Sigurður A. Magnússon er látinn Anton Egilsson skrifar 3. apríl 2017 18:52 Sigurður A. Magnússon Vísir Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira