Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2017 21:45 Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30