Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2017 21:00 Trump við komuna til Flórída. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum. Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum.
Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00