Donald Trump skrifaði undir lög sem hefta fjárframlög til fóstureyðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 10:48 Kona sýnir mótmælaspjald í göngu fyrir heilbrigði, „March for Health“, í New York í byrjun apríl. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“. Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“.
Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45