Hvernig er gætt að sparifé landsmanna? Katrín Júlíusdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:00 Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun