Hinir vammlausu á Kalkofnsvegi Baldvin Þorsteinsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun