Harðákveðinn Trump hlustar ekki á þjóðina Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 18:24 Bandaríkjaforseti getur neitað að staðfesta fjárlagafrumvörp. Nordicphotos/AFP Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52