FBI, bandaríska alríkislögreglan, aflaði gagna síðasta sumar sem benda til þess að Rússar hafi reynt að nýta sér ráðgjafa Donald Trump til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust.
CNN greinir frá og hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins en FBI rannsakar nú hvort að starfsmenn kosningabaráttu Trump hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi til að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum, í þágu Trump.
Greint hefur verið frá því að FBI hafi hlerað samskipti Carter Page, sem starfaði sem ráðgjafi Trump forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vegna gruns um að hann starfaði fyrir erlent ríki, í þessu tilviki Rússlands.
Page hefur alfarið hafnað slíkum ásökunum en í frétt CNN segir að hann sé einn þeirra ráðgjafa sem Rússar eru grunaðir um að hafa reynt að nýta sér. Heimildarmenn CNN taka það þó skýrt fram að ekki sé á hreinu hvort að Page hafi áttað sig á því að Rússar væru að reyna að nýta sér starfskrafa hans.
Segja Rússa hafa reynt að nýta ráðgjafa Trump í kosningabaráttunni

Tengdar fréttir

Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata
Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu.

Trump kallar eftir rannsókn á tengslum Demókrata við Rússlandsstjórn
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir á Twitter síðu sinni að hann vilji að tengsl Chuck Schumer og Nancy Pelosi við yfirvöld í Rússlandi verði rannsökuð.

FBI hleraði samskipti ráðgjafa Trump á síðasta ári
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, aflaði sér heimildar á síðasta ári til þess að hlera samskipti Carter Page sem starfaði þá sem ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands.