Öflugir og traustir lífeyrissjóðir Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins. Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi uppi vöruverði í landinu með hlutafjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki hefur fylgt sögunni hvernig þetta geti gerst, en fullyrðingin látin duga. Það eina sem rétt er í þessu er að lífeyrissjóðir eiga vissulega hluti í verslunarfyrirtækjum. Almennt reyna lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif á þau félög sem þeir fjárfesta í með áherslum á góða stjórnarhætti, en þeir koma ekki að daglegri stjórnun fyrirtækjanna eða ákvörðunum um verð á vörum eða þjónustu. Allt frá stofnun sjóðanna hafa þeir boðið sjóðfélögum sínum lán til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan verið hagkvæm í samanburði við aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyrissjóðirnir líka fjármagnað íbúðakaup landsmanna með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður Húsnæðisstofnun ríkisins, og af bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi hluti í leigufélögum sem hafa keypt allmargar íbúðir undanfarin misseri til að leigja út. Ekki hefur komið fram hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er ekki þar á meðal.Bættur hagur sjóðfélaganna Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður verzlunarmanna bætt lánskjör á sjóðfélagalánum. Það varð umsvifalaust til þess að útlán til sjóðfélaga jukust mikið. Á árinu 2016 námu þau um 32 milljörðum króna. Stór hluti lánanna hefur verið tekinn til að endurfjármagna eldri og dýrari lán. Þannig hafa þau stórlega bætt hag sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúrur fyrir að halda uppi verðtryggingu. Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir starfa í því efnahagsumhverfi sem hér á landi ríkir, hvort sem þar er verðtrygging eða ekki. Flestir sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkisskuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru ýmist. Í heildina lætur nærri að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé í verðtryggðum bréfum. Hins vegar eru allar skuldbindingar lífeyrissjóðanna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða er bundinn vísitölu neysluverðs. Lífeyrir sem greiddur er út breytist því frá mánuði til mánaðar í samræmi við þróun vísitölunnar. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, flestir um og upp úr miðri 20. öld, var það gert með samningum á vinnumarkaði milli vinnuveitenda og launþega. Síðar, upp úr miðjum sjöunda áratugnum var gert allsherjarsamkomulag á vinnumarkaðnum um lífeyriskerfi það sem nú er við lýði. Þeir samningar tóku gildi árið 1969 og nokkrum árum seinna samþykkti Alþingi lög um lífeyrissjóði sem voru byggð á þessum kjarasamningum. Lögin og samningarnir voru endurskoðuð og aukin 1997 og á þeim byggist það lífeyriskerfi sem við höfum nú. Þegar menn kvarta undan að verkalýðshreyfingin hafi ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu þeir rifja upp að það var í rauninni verkalýðshreyfingin í samvinnu við vinnuveitendur sem bjó til lífeyriskerfið og þá lífeyrissjóði sem nú tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þessir frumkvöðlar, á vinnumarkaðnum og á Alþingi, höfðu næga framsýni til að búa svo um hnútana að hvorki stjórnmálamenn né aðrir skyldu eiga greiðan aðgang að þessum sjóðum almennings, þess vegna er svo afdráttarlaust í kjarasamningum og lögum að hlutverk sjóðanna sé það eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða út lífeyri. Þess vegna eru sjóðirnir öflugir og mynda saman eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og viðurkennt er m.a af Efnahags og framfarastofnuninni, OECD.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun