Fiskeldi á öruggri framfarabraut Einar K. Guðfinnsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, skrifar greinargóða, hófstillta og upplýsandi grein um fiskeldismál í Fréttablaðið 9. maí sl. og hvetur til málefnalegrar umræðu. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Orri Vigfússon, formaður NASF, og svarinn andstæðingur laxeldis bregst við með grein í sama blaði og er á kunnuglegum slóðum. Í grein Orra eru margar sólir á lofti í senn eins og oft er háttur þeirra sem finna fiskeldi flest til foráttu. Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum. Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“ Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“ Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“ Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar