Stormasamur gærdagur fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn er hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Nordicphotos/AFP Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira