Óskað eftir sjónarmiðum almennings vegna samruna Fjarskipta og 365 miðla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 10:35 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56
Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07