Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2017 08:48 James Comey. Vísir/AFP Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára. Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára.
Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02