Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Dyr verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ opnuðu í gær og var margt um manninn. vísir/anton brink Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15