
Flynn neitar að afhenda gögn

Mun hann nýta sér stjórnarskrárvarin réttindi sín til þess að verja sig gegn sjálfsásökun. Flynn var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi af Trump í janúar en lét af störfum í febrúar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra.
Leyniþjónustunefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings rannsakar nú tengslstarfsmanna kosningabaráttu Trump við Rússland en Flynn var einnig ráðgjafi Trump í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðastliðið haust.
Vildi nefndin fá gögn frá Flynn og var honum stefnt til þess að afhenda þau. Nú er talið að hann muni ekki verða við því.
Flynn er ekki bara flæktur í rannsókn þingnefndarinnar en bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar einnig tengsl hans, sem og annarra, við Rússland.
Þá er Trump hafa sagður hafa beðið James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að binda enda á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússland.
Tengdar fréttir

Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn
Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans.

Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa.

Neitar að hafa rætt um Comey við Trump
Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey.

Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té
Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa.

Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump.

Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar
Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.