Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 13:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. visir/ernir Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, um málefnið á Alþingi í dag. Tilefni fyrirspurnar Rósu Bjarkar er málefni sextán ára drengs frá Marokkó sem kom hingað til lands í desember í fyrra en hefur verið synjað um hæli. Drengurinn er fylgdarlaus samkvæmt skilgreiningu en er hér á landi ásamt eldri bróður sínum. „Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa. Rósa sagðist jafnframt hafa sent Sigríði fyrirspurn um málefni fylgdarlausa barna fyrir tveimur mánuðum en ekkert svar fengið. Vildi hún meðal annars vita hvort fylgdarlaus börn hafi verið send til annars viðkomulands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hvort íslensk stjórnvöld gangi úr skugga um að fylgdarlaus börn fái aðbúnað og málsmeðferð hér á landi. Sigríður svaraði því til að börn séu ekki send úr landi nema þeim sé tryggð nægileg vernd í því landi sem þau verða send til. „Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind, bæði samkvæmt lögum, reglum g í verklagi, sem viðkvæmur hópur. (Gripið fram í: Af hverju eru þau þá send úr landi?),“ sagði Sigríður. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, um málefnið á Alþingi í dag. Tilefni fyrirspurnar Rósu Bjarkar er málefni sextán ára drengs frá Marokkó sem kom hingað til lands í desember í fyrra en hefur verið synjað um hæli. Drengurinn er fylgdarlaus samkvæmt skilgreiningu en er hér á landi ásamt eldri bróður sínum. „Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa. Rósa sagðist jafnframt hafa sent Sigríði fyrirspurn um málefni fylgdarlausa barna fyrir tveimur mánuðum en ekkert svar fengið. Vildi hún meðal annars vita hvort fylgdarlaus börn hafi verið send til annars viðkomulands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hvort íslensk stjórnvöld gangi úr skugga um að fylgdarlaus börn fái aðbúnað og málsmeðferð hér á landi. Sigríður svaraði því til að börn séu ekki send úr landi nema þeim sé tryggð nægileg vernd í því landi sem þau verða send til. „Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind, bæði samkvæmt lögum, reglum g í verklagi, sem viðkvæmur hópur. (Gripið fram í: Af hverju eru þau þá send úr landi?),“ sagði Sigríður.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira