Minni verðbólga vegna Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Costco hefur undanfarið boðið eldsneyti á mun lægra verði en önnur olíufélög. vísir/ernir Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála. Neysluverðsvísitalan í maí hækkaði um 0,2%. Sé horft fram hjá húsnæðisliðnum lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er sú að tólf mánaða verðbólga fer úr 1,9% í 1,7%. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir verð í ákveðnum vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því sem búast hefði mátt við. Þar nefnir hann föt, raftæki, snyrtivörur, tómstundavörur og varahluti í bíla. „Það eru sterkar vísbendingar um að áhrif Costco hafi verið þarna til staðar,“ segir Gústaf en bendir á að þar sé um að ræða lækkanir vöruverðs hjá þeim verslunum sem voru fyrir á markaðnum og hafa verið að undirbúa sig undir opnun Costco. Undir þetta tekur Erna Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hún segir ekki vera hægt að sjá bein áhrif af opnun Costco strax. Mæling Hagstofunnar hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir opnun Costco. Næsta mæling fari fram 12. til 16. júní. Erna segir að það verði spennandi að sjá hver beinu áhrifin af Costco á verðlagsvísitöluna verði. En Hagstofan muni taka tillit til markaðshlutdeildar verslunarinnar í útreikningum sínum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála. Neysluverðsvísitalan í maí hækkaði um 0,2%. Sé horft fram hjá húsnæðisliðnum lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er sú að tólf mánaða verðbólga fer úr 1,9% í 1,7%. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir verð í ákveðnum vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því sem búast hefði mátt við. Þar nefnir hann föt, raftæki, snyrtivörur, tómstundavörur og varahluti í bíla. „Það eru sterkar vísbendingar um að áhrif Costco hafi verið þarna til staðar,“ segir Gústaf en bendir á að þar sé um að ræða lækkanir vöruverðs hjá þeim verslunum sem voru fyrir á markaðnum og hafa verið að undirbúa sig undir opnun Costco. Undir þetta tekur Erna Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hún segir ekki vera hægt að sjá bein áhrif af opnun Costco strax. Mæling Hagstofunnar hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir opnun Costco. Næsta mæling fari fram 12. til 16. júní. Erna segir að það verði spennandi að sjá hver beinu áhrifin af Costco á verðlagsvísitöluna verði. En Hagstofan muni taka tillit til markaðshlutdeildar verslunarinnar í útreikningum sínum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26