Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2017 20:00 James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz. Donald Trump Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz.
Donald Trump Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent