Réttarhöld yfir Cosby: Notaði frægðina til þess að fá sínu framgengt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2017 08:06 Leikarinn, sem er 79 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bill Cosby Show. vísir/afp Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Bill Cosby Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.
Bill Cosby Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira