Nýir flugmenn þurfa að greiða sjö milljónir segi þeir upp störfum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:08 Flugmennirnir þurfa að greiða 60 þúsund evrur yfirgefi þeir Icelandair. Þeir fá þó ekki loforð um samfellda vinnu hjá félaginu. Vísir/Vilhelm Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Nýir flugmenn Icelandair þurfa að greiða flugfélaginu rúmar sjö milljónir íslenskra króna yfirgefi þeir félagið innan þriggja ára. Þeim er gert að undirrita samkomulag þess efnis við upphaf flugþjálfunar hjá félaginu.Engin loforð um samfellda vinnuÞetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Þar segir að um sé að ræða nýbreytni hjá Icelandair og er samkomulagið gagnrýnt harðlega, en samningnum fylgir ekki skuldbinding frá flugfélaginu um samfellda vinnu á þessu þriggja ára tímabili. Í fréttabréfinu segir að flugmenn þurfi að skrifa undir samninginn við upphaf þjálfunar og að kostnaðurinn sé nefndur þjálfunarkostnaður. Flugfélagið fari fram á slíkar skuldbindingar sökum ótta af því að flugmenn muni láta af störfum skömmu eftir að hafa hlotið þjálfun – en að samningurinn sé algjörlega einhliða. Þannig standist hann ekki kjarasamninga.Krefjast þess að ákvæðið verði fellt út „Það er ekki hægt að fallast á þessa ráðstöfun þar sem ekki fylgir með skuldbinding frá Icelandair um samfellda vinnu á þessu 3ja ára tímabili auk þess sem lögfræðingar FÍA eru á því að þetta standist ekki kjarasamninginn,“ segir í fréttabréfinu. Þá segir að stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafi þegar krafist þess að Icelandair dragi skuldbindingar til baka, annars fari málið fyrir félagsdóm.Icelandair hefur verið nokkuð í kastljósinu upp á síðkastið eftir uppsagnir 115 flugmanna, og tilfæringar 70 flugstjóra. Ekki náðist í Icelandair við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem fréttastofa kemst næst á umrætt ákvæði, um þriggja ára skuldbindingu, ekki við um þá flugmenn sem sagt var upp störfum.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira